Úti er ævintýri

Hér eru sögur fyrir alla frá 3 ára til 103 ára. Af hverju þarf að kosta að hlusta à lesnar barnasögur? Eða sögur almennt? Það à að vera ókeypis. Við tökum við öllum handritum, förum yfir þau, lesum þau inn og gefum út. Þér að kostnaðarlausu. Sögurnar koma inn á alla flestar ókeypis veitur líkt og hér á podbean. Þú getur hlaðið því niður í símann þinn. Einnig eiga flestar ef ekki allar sögurnar að birtast á Spotify. Úti er ævintýri er verkefni unnið á sama tíma í skólum í tveimur löndum. Íslandi og Noregi. Njótið vel og munið að úti er ævintýri.

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify
  • Amazon Music
  • iHeartRadio
  • PlayerFM
  • Podchaser
  • BoomPlay

Episodes

12 hours ago

Stulli er lítill bátur sem býr í sjávarþorpinu Akureyri. Með vinur sínum Bjögga bát og Glóu seglskútu lendir hann í hinum ýmsu ævintýrum. 
Hvað gerist þegar íbúar Vestmannaeyja vakna við það að eyjan sem þau hafa búið á alla tíð byrjar að hreyfa sig og rísa upp úr sjónum. Sjá svo þegar þau lenda óvænt í sjónum að þetta er ekki eyja heldur eitthvað allt annað?
Þetta er annar hluti af spennandi barnasögu sem er nú farin að taka á sig mynd. Stulli og vinir hans vita nú aðeins meira en þau gerðu í fyrsta hluta.
Dagseting útgáfu: 14 apríl 2025
Útgáfa: Köttur út í mýri og Úti er ævintýri
Höfundur: Ásgeir Ólafsson Lie
Höfundur les.
 
 

Tuesday Mar 25, 2025

Stulli er lítill bátur sem býr í sjávarþorpinu Akureyri. Með vinum sínum Bjögga bát og Glóu seglskútu, lendir hann í hinum ýmsu ævintýrum.
Verndari hafsins er vera sem vaknar eftir langan tíma sem legið hefur steinrunnin í firðinum. Það kom mikill stormur sem hreyfði við henni. Hver var þessi vera? Hvert er hlutverk hennar fyrir smábæinn Akureyri?
Hér heyrir þú fyrsta hluta spennandi barnasögu sem er rétt að byrja. Liggja svörin einhversstaðar á hafsbotni?
Dagsetning útgáfu: 23. mars 2025
Útgáfa: Úti er ævintýri
Höfundur: Ásgeir Ólafsson Lie
Höfundur les

Saturday Mar 01, 2025

Guðjón leggur af stað í ferðalag um Ísland. Þegar blái billinn hans er skyndilega orðinn gulur og með einhyrningahorn fara ævintýrin að gerast. Guli einhyrningabíllinn er nefninlega ekkert venjulegur bíll. Hann er galdrabíll.
 
Ásgeir Ólafsson Lie les 

Copyright 2025 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125